Guðmundur Eggertsson, prófessor í erfðafræði, er oft nefndur faðir erfðafræðinnar á Íslandi en hann átti jafnframt veigamikinn þátt í að móta líffræðinámið við Háskóla Íslands fyrstu árin. Guðmundur varð árið 1968 fyrsti kennarinn í líffræði við HÍ og kynnti nemendur sína snemma fyrir sameindalíffræði og skyldum greinum. Hann lærði sameindaklónun þegar hann dvaldi árin 1977-1978 á rannsóknastofu Herbert Boyer en Herbert var ásamt Stanely Cohen, fyrstur til að klóna DNA. Árið 1976 stofnaði Herbert Genentech, fyrsta líftæknisfyrirtæki veraldar. Óhætt er að slá því föstu að dvöl Guðmundar hjá Boyer hafi haft mikið að segja fyrir upphaf líftækninnar á Íslandi. Guðmundur var jafnframt meða þeirra fyrstu í heiminum sem tilkeinkuðu sér sameindaklónun og hann flutti tæknina til Háskóla Íslands áður en hún var almennt komin til háskóla í nágrannalöndunum.Í þættinum segir Guðmundur söguna af þessu og því þegar hann sem námsmaður í Kaupmannahöfn á sjötta áratugnum komst í kynni við stör
Be the first follower!